SNAG Upplýsingar fyrir kennara

SNAG kerfið

SNAG hefur þróað einfalt og skemmtilegt kennslukerfi fyrir bæði kennara og nemendur. Kennt er í æfingum, verkefnum og leikjum þar sem lykilatriðið er að það sé einfalt og gaman að læra og spila golf. SNAG leggur áherslu á alla þætti golfsins þar sem áhöldin eru einfaldari og boltarnir mjúkir.

SNAG hentar báðum kynjum, börnum, fullorðnum og öldruðum. SNAG kerfið hentar einnig vel til að kenna fötluðum einstaklingum.

 

Af hverju hafa golfkennarar þörf fyrir SNAG þjálfunarkerfið?

Skemmtun

SNAG golf hefur þróað fyrsta kerfi sinnar tegundar sem er sérhannað fyrir byrjendur í golfi. Hugtökin sem notuð eru í SNAG skapa skýrar myndir í huga nemandans og stuðla þannig að auknum skilningi hans á golfleiknum.

SNAG golf hefur reynst sérlega vel í byrjendanámskeiðum fyrir konur því byrjendur finna árangur mjög fljótt. Það gerir umbreytinguna yfir í hefðbundinn golfbúnað auðveldan og árangurslausan.

SNAG þjálfunarpakkann má útbúa fyrir allt að 16 nemendur í einu sem læra og spila saman í skemmtilegu og árangursríku umhverfi.

Sérhannaður búnaður

Kerfið felur í sér sérstaklega hannaðan og viðurkenndan búnað sem hefur verið aðlagaður til að gera golfkennsluna skemmtilegri og auðveldari. SNAG búnaðurinn er hannaður til að vera ÖRUGGUR og að hægt sé að kenna og SPILA HVAR SEM ER.

SNAG golfkylfurnar hafa stærri haus sem eykur árangur nemandans til muna. Með búnaðinum fylgir handbók með leiðbeiningum fyrir alla hluta leiksins: þann líkamlega, andlega og tilfinningalega.

Hreyfanleiki og aukin tækifæri

Allt SNAG kerfið er hreyfanlegt og hægt að setja upp bæði inni og úti. Hver kennslustund samanstendur af 60 mínútna þjálfun sem deilast niður í sex mínútna stöðvar og endað er á 30 mínútna leik.

SNAG kerfið veitir golfkennurum sveigjanleika sem hefur ekki verið fyrir hendi áður. Golfkennsla er ekki lengur háð golfvöllum eða æfingasvæðum. Nota má hvaða stað sem hentar hverju sinni. Kennslutímar geta því farið fram annars staðar en í hefðbundinni kennsluaðstöðu og eru árangursríkir bæði innan- og utandyra. Þessi aukni hreyfanleiki opnar nýjar leiðir fyrir golfkennara til að auka tekjur sínar. Ef æfingasvæði golfklúbbsins er upptekið er hægt að nýta lausa golfbraut eða grænt svæði án þess að skemma gróðurinn. Herbergi í klúbbhúsinu eða leikfimissalur getur verið vettvangur fyrir SNAG golfkennslu. Með þessu verða möguleikar golfkennarans óþrjótandi.

Hægt er að panta námskeið og liðakeppni fyrir karla, konur og börn.

 

Búnaður

Kylfur

Einungis eru notaðar tvær kylfur í SNAG golfi. Þær eru kallaðar Þeytari og Rúllari. Kylfurnar hafa stærri haus en venjulegar golfkylfur og hægt er að nota Rúllarann bMörk

erju hafa golfkennararnota bnjulegar golfkylfur og hægt er að nota " golf. Kennt er a verða möguleikar golfkennarans áðum megin.

Grip

Fimm hliðar eru á gripi kylfanna sem tryggir að nemandinn nái réttu og góðu gripi.

Boltar

SNAG boltarnir eru stærri en venjulegir golfboltar en svipaðir að þyngd. Þeir eru mjúkir og festast við mörkin sem slegið er á.

Litir

Litir eru notaðir á markvissan hátt til að minnka streitu nemendanna og auðvelda námið.

Þeytipallur

Skotpallurinn gerir leikinn hreyfanlegan og þar með mögulegt að spila SNAG golf næstum því hvar sem er.

Mörk

Skotmörk eru notuð til að hjálpa nemendum að miða og vera nákvæm sem bætir árangur þeirra í höggunum. Skotmörkin eru fóðruð með sérstöku efni sem boltarnir festast við.

Festimarkið jafngildir ofanjarðar golfholu sem er skærgul á litinn og því vel sjáanlegt skotmark.

Rúllumarkið gegnir hlutverki golfholu og marks sem rúllað er í.

Einnig eru fleiri spennandi skotmörk sem gera æfingarnar og spilið skemmtilegt og tilbreytingaríkt.

Rúlluburstinn

SNAG rúlluburstinn hjálpar til við að mynda samfellu í rúllustrokuna og veitir endurgjöf bæði til heyrnar- og líkamsskynjunar.

Klukkuhringurinn

SNAG klukkuhringurinn sýnir - bæði með númerum og litum - hve langt aftur og í gegn nemandinn á að hreyfa handleggina í sveiflunni.

Smellan

SNAG smellan kennir góða hreyfingu handa og réttan þrýsting á gripi, sem er nauðsynlegur í fullri sveiflu. Smellan er einnig gott hjálpartæki til að þróa tímasetningu og takt í sveiflunni.

SNAG hefur þróað fleiri hjálpartæki, sem stuðla að árangri hvert á sínu sviði. Allur SNAG búnaðurinn er til þess fallinn að hjálpa nemandanum að þróa færni sína og getu fljótt og vel.