Miura kylfur

miura-logo-smallStöðug leit að hinni fullkomnu kylfu hefur fært heiminum meira en 10 vörulínur af Miura kylfum. Þegar kylfingar sjá og halda á Miura kylfu í fyrsta sinn verður til ÁST við fyrstu sýn. Þegar reynt er að skilgreina tilfinninguna eru engin orð til að lýsa þeirri fullkomnu gleði sem hríslast um líkamann við að sveifla Miura kylfu, það er eitthvað sem maður verður að UPPLIFA.


hirez-5wedges-sideJapanska fyrirtækið Miura Golf gerir heimsins bestu golfkylfur, hannaðar og framleiddar af kylfusérfræðingnum Katsuhiro Miura með hjálp sona hans Yoshitaka og Shinei, sem hann þjálfaði.
Starfsemi Miura framleiðslunnar er í borginni Himeji þar sem hin fornu samuræjasverð Japans voru smíðuð í hundruðir ára. Þótt eftirspurn eftir slíkum vopnum hafi minnkað, hefur færni og ástríða kynslóðanna viðhaldist og þetta eru þeir eiginleikar sem Miura fjölskyldan setur í framleiðslu heimsins bestu golfkylfa.
Hver og ein Miura kylfa er handgerð og hefur aðferðin verið í stöðugri þróun frá því Katsuhiro Miura hóf framleiðslu árið 1957. Með því að nota mjúkt stál í kylfurnar fæst viss snerting og stjórnun sem ekki finnst í kylfum annarra framleiðenda. Sérstök smíðatækni endurraðar sameindum stálsins í mynstur sem helst jafnt og stöðugt á öllum snertiflötum kylfunnar. Árangurinn er sérstök mýkt en um leið þéttleiki þegar kylfan snertir kúluna. Katsuhiro Miura handslípir kylfurnar í verksmiðjunni á hverjum degi við hlið sonar síns Yoshitaka, á meðan annar sonur hans Shinei hefur yfirumsjón með smíðinni. Einstök nákvæmni smíðavinnunnar tryggir vikmörk þyngdar upp á aðeins +0,5 eftir slípun og er sá gæðastuðul ekki að finna hjá öðrum framleiðendum.  
Katsuhiro Miura vann lengi með mörgum fremstu atvinnukylfingum heimsins áður en hann hóf að hanna og framleiða eigin kylfur. Eftir áratuga langa leit að fullkomnun í golfkylfum er hann að komast á áfangastað.wedges-mixed3