Stórskemmtilegt SNAG námskeið fyrir foreldra og börn

snagmynd-frettir

SNAG golf hefur vakið mikla athygli á undanförnum misserum en þar eru grunnatriði golfíþróttarinnar kennd með nýjum og einföldum hætti. Á næstu vikum býðst einstakt tækifæri fyrir alla þá sem vilja kynna golfið í sínu nánasta umhverfi. Í stuttu máli snýst þetta um að foreldrar, afar, ömmur, frændi eða frænka, eldri systkin fara á námskeiðið með barninu.

Þetta stórskemmtilega SNAG námskeið verður haldið næstu fjóra laugardaga og við hér á kylfingur.is skorum á foreldra, afa, ömmur og alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta nánar.

Námskeiðið  fer fram á laugardögum frá kl. 10-11 í Kauptúni 3 í Garðabæ. SNAG stendur fyrir (Starting New At Golf) sem er ný nálgun í golfkennslu hér á landi. Með SNAG búnaði og kennslufræði er golfnámið gert skemmtilegra og auðveldara fyrir fullorðna og börn frá 3ja ára aldri.

Á námskeiðinu eru grunnhreyfingarnar í golfi kenndar í gegnum æfingar og leik sem ungir og aldnir hafa gaman af.

Skráning og nánari upplýsingar á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 775-0660.

snag-3