Golfnámskeið á fótboltavellinum á Norðfirði

snag nordfjordur krakkar graenanesvollur 2014.jpgHérna eru krakkarnir í „Boðgolfi“ á milli liða, þar sem krakkarnir pútta og boltinn verður að stoppa í einhverjum hring til að næsti megi gera.Í sumar býður Golfklúbbur Norðfjarðar upp á námskeið fyrir krakka í SNAG golfi (Starting New At Golf). Námskeiðin fara fram á fótboltavellinum niðri í bæ og á Grænanesvelli sem staðsettur er fyrir utan bæinn. Með því að hafa golfnámskeiðin á fótboltavellinum er golfið fært til krakkanna og þeim gert auðveldara að komast sjálf á æfingar.

 

SNAG golfnámskeiðin hafa verið mjög vel sótt af krökkunum og mikið lagt upp úr því að golfnámið sé skemmtilegt með ýmsum golfþrautum og golfleikjum. SNAG er nýr búnaður og kennslufræði sem notaður er til kennslu bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja bæta sveifluna en SNAG er hægt að spila næstum því hvar sem er bæði úti og inni.

Í Golfklúbbi Norðfjarðar eru tveir reynslumiklir kylfingar komnir með SNAG leiðbeinendaréttindi með því að sækja námskeið í kennslu nýliða. Það eru Petra Lind Sigurðardóttir sem er með BA próf í sálfræði, meistaranemi og fótboltaþjálfari og Arnar Lárus Baldursson tölvunarfræðingur.

Það er greinilegt að það er mikil gróska í golfinu á Norðfirði.

snag nordfjordur fotboltavollur 2014

snag nordfjordur krakkar 2014.jpg