Þeytipallur
Þeytipallurinn er lykilatriði í SNAG golfi og gerir það að verkum að hægt er að spila SNAG á mjúku eða hörðu undirlagi því slegið er af þeytipallinum. Tí er fast á þeytipallinum og er boltinn sleginn af tíinu. Leikmenn þeyta boltanum síðan af þeytipallinum með þeytaranum. Á þeytipallinum er stefnulína til að auðvelda miðið þegar boltanum er þeytt í átt að skotmarkinu. Þeytipallurinn er með handfangi svo þægilegt er að halda á honum milli högga eða festa hann á golfpokann. Með þeytipallinum fylgja þrjú tí.