Klukkuhringurinn

Klukkuhringnum er ætlað að mynda öruggt svæði fyrir nýja nemendur og kenna þeim um leið hvernig á að hreyfa handleggina í mismunandi sveiflum og strokum eftir því hvað er verið að æfa hvert sinn.
Klukkuhringurinn hefur sömu tölur og skífa á klukku. Þegar klukkuhringurinn liggur á gólfinu á boltinn að vera í stefnu á klukkan 6. 7 og 5 eru blá á litinn fyrir rúllur eða púttin. 8 og 4 eru græn á litinn, 9 og 3 eru gul á litinn til að auðvelda ákveðnar hreyfingar sem eru nauðsynlegar í stutta spilinu. 10 og 12 eru rauð og styðja æfingar fyrir þeyting eða full högg. Litirnir sem notaðir eru í klukkuhringnum eru í samræmi við þær leiðbeiningar sem notaðar eru í SNAG þjálfunarkerfinu.
Klukkuhringurinn er til í tveimur stærðum; lítill fyrir 5-10 ára og stór fyrir fullorðna.