Nicklaus helgar sig SNAG-golfi!
Jack Nicklaus á 22 barnabörn, en aðeins 1 þeirra er í keppnisgolfi. Önnur barnabörn Gullna Björnsins „fikta í golfi sér til skemmtunnar“ eins og hann segir sjálfur. Aðeins nokkur barnabörn þessarar miklu golfgoðsagnar ná að brjóta 80, sem Nicklaus finnst vera skýrasta merkið um að þau muni halda sér við golfið síðar í lífinu. En almennt, þrátt fyrir alla fjölskylduhefðina, ólust barnabörn hans upp með meiri áhuga á öðrum íþróttagreinum.
Golfgoðsögnin, sem hefir unnið flest risamót allra í golfinu (Nicklaus) lítur á þetta sem áskorun. Á nokkrum sl.árum hefir hann haft áhyggjur af framtíð golfíþróttarinnar og hefir haldið marga fundi með fólki um það, þar sem menn hafa velt fyrir sér hvernig breiða mætti golfíþróttina út í gegnum grasrótina.
Í Oklahoma býr annar tveggja upphafsmanna SNAG golf útbúnaðarins, sem er millistig einhvers staðar milli mini-golf og alvöru golfs.
Er hægt að hafa styttur af gíröffum og górillum innan um hundslappir og vatnshindranir golfsins? Hér verður nánar rætt um SNAG og tengsl Nicklaus við þessa nýju golfkennsluaðferð. Áður en af stað er haldið er rétt að benda á að SNAG vörur fást á vefversluninni Hissa.is og allt sem þarf að gera til þess að kynna sér þessa skemmtilegu golfkennsluaðferð og kaupa þann útbúnað sem til þarf er að smella á bláu Hissa.is auglýsinguna á forsíðu Golf 1.is
SNAG útbúnaður
SNAG útbúnaður
Nicklaus telur að golf taki allt of langan tíma. „Í dag taka krakkar ungir þátt í íþróttum og eru milli 4-5 ára þegar þau byrja og við 7,8 eða 9 ára aldurinn eru þau búin að velja sér tvær eða þrjár íþróttagreinar, sem þau hafa mestan áhuga á,“ sagði Nicklaus. „Golf er venjulega ekki ein þessara greina.“
Ein ástæða þessa er að krökkum skortir að finnast sem þeir séu hluti af liði. Þau yngstu vilja ekki vera í golfi vegna þess að þau geta ekki deilt ábyrgðinni af leik sínum með öðrum: „Ábyrgðin (fyrir velgengni í leiknum) er öll á þeirra herðum. Það, sem staðið hefir því fyrir þrifum að mjög ungir krakkar laðist að golfi er að það vantar útbúnað, sem einfaldur er í notkun.“ „Í fótbolta eru krakkarnir að leika sem með boltum sem eru minni en keppnisboltar. Í körfubolta byrja krakkar með minni bolta og hægt er að lækka hæð körfunnar að hæð krakkanna. En í golfi byrja krakkar stundum með alvöru kylfum og boltum,“ sagði Nicklaus. Mörgum fullorðnum finnst erfitt að laga sig að löngu spýtunni og litla boltanum, ímyndið ykkur þá hvernig 6 ára litlum krakka lýst á?
Eftir fjölda tillagna hefir Nicklaus ákveðið að helga sig því að stofna golflið sem notar útbúnað sem hannaður er af SNAG Golf, sem er lítið fyrirtæki í Tahlequah, Oklahoma. Ef allt fer skv. áætlun munu golflið spretta upp um allt nú með komandi sumri um öll Bandaríkin í skrúð- og skemmtigörðum og áætlað er að fjölga þeim um 500 árið 2014 og setja upp til viðbótar 1000 golflið 2015. „Golfliðin“ verða í líkingu við fótbolta- eða hafnaboltalið og þátttöku í þeim á að fylgja lítill kostnaður.
Kostnaður vegna útbúnaðarins verður að stórum hluta kostaður í gegnum sjóð sem Jack Nicklaus hefir komið á laggirnar.
„Að fara í garðana þangað sem krakkarnir koma og koma á fót golfliðum fyrir þau, sem þau geta orðið hluti af er gott „concept“, sem aldrei hefir verið reynt í golfi. Þannig að sjáum bara til hvernig þetta þróast,“ sagði Nicklaus.
SNAG golfútbúnaður er lítríkur og spennandi fyrir yngstu kylfinganna .... en jafnvel þeir eldri geta nýtt sér SNAG og hafa gaman af!!!
SNAG golfútbúnaður er lítríkur og spennandi fyrir yngstu kylfinganna …. en jafnvel þeir eldri geta nýtt sér SNAG og hafa gaman af!!!
SNAG hefir sett á markað litríkan golfútbúnað, þar sem má finna kylfur með risahausa og risastóra „golfbolta“ sem eru líkari tennisboltum. SNAG hefir verið selt til skóla í Bandaríkjunum, barnagolfprógramma og golfklúbba, sem nota þau í námskeiðum handa börnum, allt frá árinu 2001.
„SNAG útbúnaðurinn er auðveldur fyrir byrjendur bæði krakka og fullorðna og allir geta lært grundvallaratriði leiksins og vonandi leiðir það til áhuga á hefðbundna golfinu síðar. Þar eru nú þegar um 11.000 SNAG stöðvar um öll Bandaríkin og 4000 utan Bandaríkjanna þ.á.m. nota First Tee prógrömmin í Bandaríkjunum útbúnaðinn. „SNAG er ansi hreint gott í það sem því er ætlað að kenna,“ sagði Nicklaus.
Það eru fyrrum atvinnumenn á PGA túrnum Terry Anton og Wally Armstrong sem hönnuðu SNAG, sem er skammstöfun fyrir Starting New at Golf (lausleg þýðing: Byrjendur í golfi þannig að íslenska skammstöfunin ætti í raun að vera BIG, sem er stefnan með SNAG þ.e. að verða stór í golfinu!!!).
Að læra golf með hefðbundnum kylfum er allt að því ómögulegt fyrir flest fólk, sérstaklega krakka,“ segir annar upphafsmaður SNAG, Anton, sem keypti Armstrong úr fyrirtækinu 2007. „Golfboltarnir sem krakkarnir nota eru af sömu stærð og þyngd og atvinnumennirnir í golfi nota en kylfuhausar barnakylfa eru venjulega minni en á kylfum fyrir fullorðna. Ég held ekki að atvinnumennirnir væru að brjóta 80 með þessum kylfuhausum.“
SNAG er fyrir alla!!!
SNAG er fyrir alla!!!
Boltinn í SNAG er af sömu þyngd og venjulegur golfbolti en miklu mýkri og á stærð við tennisbolta eins og áður segir. Manni finnst maður virkilega vera slá í eitthvað ólíkt léttum plastik-boltum sem stundum eru notaðir af krökkum. „Kylfingar með hægan sveifluhraða fá sömu tilfinningu og góðir kylfingar fá þegar þeir slá gott högg,“ sagði Anton. Alveg eins og með hefðbundið golf verður SNAG ávanabindandi, sem er lykillinn til þess að fá krakka til að læra mismunandi tegund högga. Því þegar manni tekst vel upp með eitt vilja flestir bæta við sig!
Jafnvel þó hægt sé að spila SNAG á næstum hvaða opna svæða sem er, þá æfa Nicklaus Learning Leagues (þe. SNAG golflið Nicklaus) yfirleitt á fótboltavöllum, þar sem auðvelt er að setja upp 6 holu golfvöll á minna en hálftíma. Hver leikmaður fær plastmottu með áföstu tíi „þeytimottu“ til að setja boltann á og tvær kylfur. Önnur kylfan er „þeytarinn“ (ens. launcher) sem krakkar geta notað til að slá boltann 40-50 yarda (36-46 metra). Hin kylfan er „rúllarinn“ (ens. the roller) sem kemur í stað pútters, en sú kylfa er notuð til að koma boltanum í holu eins og í hefðbundnu golfi.
Nicklaus golfliðin eru með námskeið fyrir 5-6 ára kylfinga en áherslan þar er á að slá boltann á vellinum og skemmta sér, þar sem allskyns snakk er bráðnauðsynlegt!!! Síðan eru námskeið fyrir 7-8 ára kylfinga, sem fá meiri tilsögn og keppa síðan í liðum við önnur lið. Á námskeiðum 10-11 ára eru krakkarnir með minni kylfuhausa, sem farnar eru að líkjast meira hefðbundnum kylfu og þau eru farin að keppa í höggleik. Verið er að skipuleggja framhaldslið fyrir eldri krakka og jafnvel fullorðna.
„Aðaltilganur SNAG er að koma fólki á bragðið og vekja áhuga þess á hefðbundnu golfi,“ segir Anton. Allar líkamshreyfinga og hæfni sem þarf til að spila SNAG eru þau sömu og í hefðbundnu golfi. „Það (SNAG) er bara miklu minni frústrerandi fyrir byrjendur,“ sagði Anton.
Hér á landi fæst SNAG í vefversluninni Hissa.is. Á forsíðu Golf1.is má sjá fallega, bláa auglýsingu frá Hissa.is – það þarf bara að smella á hana og þá má fræðast nánar um SNAG og skoða SNAG vörurnar, sem þar eru til sölu.
SNAG, sem golfgoðsögnin Jack Nicklaus hefir helgað sig er komið til Íslands!!!!
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2013 | 18:45 af golf1.is
Heimild: Byggt á grein í Wall Street Journal 12. ágúst 2012