SNAG er á fleygiferð og dreifist hratt um landið
Sumir nemendur hafa sagt að SNAG sé það skemmtilegasta í skólanum
-segir Ragnar Hilmarsson, skólastjóri Vættaskóla sem hefur boðið upp á SNAG sem valgrein í skólanum. „Það sem heillaði mig við þetta var að undirstaðan er sú sama og í venjulegu golfi og græjurnar eru litríkar og skemmtilegar. Til að kenna þetta þarf vissan aga sem við viljum hafa á golfvöllum landsins“, segir Ragnar Hilmarsson, kylfingur og skólastjóri í Vættaskóla í Reykjavík um SNAG-ið en það er á fullri ferð og dreifist hratt um landið að sögn Ingibjargar Guðmundsdóttur hjá Hissa ehf. Við höfum sagt frá SNAG sem er skemmtileg leið til kynningar á golfíþróttinni. Ragnar er einn af þeim sem hefur tekið SNAG inn í skólann til að kynna golfið fyrir nemendum.
Hvenær byrjaðir þí í golfi og hver er forgjöfin?
„Ég byrjaði í golfi vegna þess að tveir Íslandsmeistarar, Ragnhildur Sigurðadóttir og Örn Ævar Hjartason kenndu með mér í Árbænum og þau voru dugleg að kynna íþróttina fyrir okkur. Örn Ævar bjó til mót árlega og sló eitt högg á móti hverju 3-5 höggum okkar hinna sem vorum allir byrjendur. Hvernig hann nennti því skil ég ekki í dag. Haustið 2006 var ég orðinn snaróður og var á litla Korpuvellinum alltaf þegar ég gat. Gekk í Golfklúbb Selfoss 2007. Það var ódýrt og fáir að spila. Árið eftir var ég kominn í GKG og er enn jafnspenntur. Forgjöfin stendur í 14,5 eins og er en stefnt er á einhverja lækkun í sumar en fyrst og fremst að njóta þess að leika mér úti í náttúrunni.“
Hvernig heyrðir þú fyrst af SNAG?
„Ég heyrði og sá SNAG fyrst upp í sófa heima þegar ég var að horfa á golfþátt á ÍNN. Þar var SNAG kynnt og ég hugsaði strax að þetta væri skemmtileg valgrein í skólum. Þegar þetta var sýnt áttu nemendur einmitt að fara að velja, þannig að ég stökk til og talaði við deildarstjórann minn sem hvatti mig strax til að bjóða upp á þetta. Ég kynnti valið án þess að vita almennilega um hvað þetta snerist og eiga nokkrar græjur til. Til allrar hamingju völdu nokkrir krakkar þetta og ég er búinn að vera með þetta í eitt ár núna og það eru tveir hópar sem hafa farið í gegnum námskeið sem er ein önn, 80 mínútur einu sinni í viku.
Hvernig hefur starfsemin gengið hingað til?
„Ég hef ekki heyrt annað en að krakkarnir hafi verið mjög sáttir. Öllum finnst gaman og sumir hafa látið þau orð falla að þetta sé það skemmtilegasta sem þau hafa gert í skólanum. Þannig að ég er mjög sáttur við hvernig þetta fór af stað. Ég hef kennt þetta að mestu inni í íþróttahúsi skólans, en ef veðrið er gott er minnsta mál að færa kennsluna út. Skemmtileg tilbreyting fyrir mig líka frá stærðfræðikennslunni sem auðvitað er frábær líka. En SNAGIÐ hef ég notað á stærðfræðideginum þar sem nemendur koma og pútta og vippa, reikna saman og búa til myndrit af árangri sínum, þannig að það er hægt að samþætta greinarnar mínar á skemmtilegan hátt. Og auðvitað er SNAG stöð á íþróttadegi skólans. Fyrst til að byrja með björguðu félagar mínir í GKG mér um græjurnar þar sem skólar hafa takmarkað fé. En skólinn minn, Vættaskóli, á nú lágmarksgræjur sem hafa dugað okkur vel. Það er svo hægt að versla meira smám saman.
Hvernig hafa viðtökurnar verið?
„
Næsta ár býð ég upp á SNAG 1 og SNAG 2, sem er fyrir þá sem eru búnir með fyrra námskeiðið. SNAG 2 hugsa ég meira sem leiki og þrautir. Svo er bara að sjá hvort nógu margir velja. Ég er í návígi við GR og Korpuna og klúbburinn hefur verið mjög liðlegur við okkur. Við höfum fengið að koma í púttaðstöðuna þeirra og þeir leyfðu okkur að spila nokkrar holur á litla vellinum með SNAG græjunum og hef ég fengið vilyrði um áframhaldandi velvild hjá þeim. SNAG 2 gæti líka endað með vorinu á golfvellinum og Básum með venjulegar kylfur.“
Hefur þú einhver góð ráð fyrir aðra sem hafa áhuga á að taka þátt í útbreiðslu golfsins með SNAG?
„Ég hef nú séð að SNAG er í mikilli útbreiðslu hérlendis sem erlendis og ég hvet fólk sem hefur áhuga á að koma þessu inn í skólann sinn að henda sér bara af stað. Boðið er upp á flott námskeið fyrir kennara sem Magnús Birgisson hefur séð um og hann kann fullt af skemmtilegum æfingum og leikjum sem hann er ekkert að liggja á. Ef fólk hefur áhuga á golfíþróttinni þá er þetta gríðarlega skemmtileg kennsla. Nemendur fá líka stundum að ráða hvað þeir vilja gera, búa til golfbrautir og þrautir. Þannig að þetta höfðar til þeirra og getur kveikt áhuga þeirra á íþróttinni ef þeir hafa hann ekki fyrir.“
Golfnámskeið á fótboltavellinum á Norðfirði
Í sumar býður Golfklúbbur Norðfjarðar upp á námskeið fyrir krakka í SNAG golfi (Starting New At Golf). Námskeiðin fara fram á fótboltavellinum niðri í bæ og á Grænanesvelli sem staðsettur er fyrir utan bæinn. Með því að hafa golfnámskeiðin á fótboltavellinum er golfið fært til krakkanna og þeim gert auðveldara að komast sjálf á æfingar.
Eldri borgarar í SNAG í Boðanum
Svava Gunnlaugsdóttir frá Siglufirði hitti beint í mark á rauðu og hvítu höggskífunni 6. febrúar 2014. Mynd: Golf 1
Á hverjum fimmtudegi kl. 12:45 er boðið upp á SNAG-golf í Boðanum, þjónustumiðstöð eldri borgara í Kópavogi. Öllum eldri borgurnum í Kópavogi er frjálst að mæta, en SNAG er skemmtileg afþreying og tilvalið að nýta sér það á morgun og næstu fimmtudaga!
Þegar Golf1 var á staðnum var hin 85 ára Svava Gunnlaugsdóttir, frá Siglufirði að æfa bæði högg og pútt, undir handleiðslu leiðbeinandans Katrínar.
Eins voru þeir Svavar og Siggi á staðnum, en þeir eru fastagestir í fimmtudags-SNAG-inu, og eins mættu í fyrsta sinn hjón þegar leið á tímann en SNAG tímarnir eru, eins og segir, opnir öllum eldri borgurum í Kópavogi og ekki aðeins þeim sem búa í Boðanum.
Svavar hitti SNAG pútt/rúllskífuna. Mynd: Golf 1
Siggi ásamt Katrínu í SNAG-i. Mynd: Golf 1
Hjón mættu í fyrsta SNAG tímann 6. febrúar 2014. Hér ásamt Katrínu SNAG-leiðbeinanda. Mynd: Golf 1
Svava veit það eflaust ekki en hún á sama afmælisdag og Michelle Wie og virðist 11. október því vera afmælisdagur mikilla kylfinga!
Svava er að sögn að farin að missa sjón, en það var ekki að sjá á öryggi hennar í púttunum, en hún hitti m.a. „beint í mark“ þ.e. fékk ás og það ekki bara einn heldur fjóra í röð og vann því fréttamann Golf1 auðveldlega í 4-pútta keppni um að hitta í miðju púttskífu eða rúllskífu eins og það heitir í SNAG-inu! Púttarinn heitir nefnilega rúllari!
Ekki voru höggin síðri, en eitt sinn þegar Katrín, leiðbeinandi sagði Svövu að nú væri nú kominn tími á að hún slægi beint í miðjuna á kringlóttu rauð-og hvítlituðu höggskífunni, gerði Svava einmitt það.
SNAG-golf er skv. framangreindu ekki aðeins vinsælt meðal yngstu kylfinganna heldur einnig þeirra sem eldri eru. Kylfurnar eru stórar og boltarnir á stærð við tennisbolta og eins í mörgum skemmtilegum litum, þannig að mun betra er að sjá þá en hefðbundna hvíta golfbolta.
SNAG keppnir eru stórskemmtilegar og allir sem geta tekið þátt og haft gaman af! Það er um að gera fyrir eldri borgara Kópavogs að mæta í Boðann kl. 12:45 á morgun en tímarnir eru alla fimmtudaga kl. 12: 45.
Stórskemmtilegt SNAG námskeið fyrir foreldra og börn
SNAG golf hefur vakið mikla athygli á undanförnum misserum en þar eru grunnatriði golfíþróttarinnar kennd með nýjum og einföldum hætti. Á næstu vikum býðst einstakt tækifæri fyrir alla þá sem vilja kynna golfið í sínu nánasta umhverfi. Í stuttu máli snýst þetta um að foreldrar, afar, ömmur, frændi eða frænka, eldri systkin fara á námskeiðið með barninu.
Þetta stórskemmtilega SNAG námskeið verður haldið næstu fjóra laugardaga og við hér á kylfingur.is skorum á foreldra, afa, ömmur og alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta nánar.
Námskeiðið fer fram á laugardögum frá kl. 10-11 í Kauptúni 3 í Garðabæ. SNAG stendur fyrir (Starting New At Golf) sem er ný nálgun í golfkennslu hér á landi. Með SNAG búnaði og kennslufræði er golfnámið gert skemmtilegra og auðveldara fyrir fullorðna og börn frá 3ja ára aldri.
Á námskeiðinu eru grunnhreyfingarnar í golfi kenndar í gegnum æfingar og leik sem ungir og aldnir hafa gaman af.
Skráning og nánari upplýsingar á
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
og í síma 775-0660.
SNAG golf valgrein í Vættaskóla
Í unglingadeild Vættaskóla í Reykjavík er SNAG golf ein af mörgum valgreinum sem í boði eru. SNAG er skammstöfun og stendur fyrir Starting New at Golf. Þetta er kennslukerfi sem henta einstaklingum á öllum aldri. SNAG er öðruvísi nálgun á undirstöðuatriðum golfsins og hefur verið í stöðugri þróun í 10 ár. En það er stutt síðan að íþróttin kom til Íslands og er óðum að festa sig í sessi.
Kennslan fer þannig fram að undirstaðan og tækniatriði eru tekin fyrir og lýkur hverju stigi með prófi þar sem nemendur þurfa að ná vissum stigafjölda til að fara á næsta stig. Einnig eru hannaðar golfbrautir og þar spila nemendur annaðhvort sem einstaklingar eða í liðum. Reynt er að tengja sem mest við golfíþróttina sjálfa. SNAG er hægt að kenna bæði utan- og innanhús.
Vættaskóli er einn af fjórum skólum á landinu sem býður upp á þetta skemmtilega sport og kom Magnús Birgisson golfkennari og kenndi nemendum (og kennara) í fyrstu tveimur tímunum. Aðallega á þetta að vera skemmtilegt en eins og golfinu sjálfu þá þurfa iðkendur að vera agaðir.
Vættaskóli hefur fengið lánuð kennslutæki í byrjun en nú þarf nú að verða sér út um sínar eigin tól og tæki og vonandi tekst það með góðra manna og kvenna.
SNAG færir golfíþróttina til fjöldans
SNAG (Starting new at golf) er hannað af PGA atvinnumönnum og golfkennurum sem nýttu eiginleika og smáatriði hefðbundins golfs við þróun búnaðar og kennsluaðferða. Gullbjörninn Jack Nicklaus, er dyggur stuðningsmaður SNAG en hann telur að börn fái ekki næg tækifæri til þess að kynnast golfinu nógu snemma á lífsleiðinni.
Búnaðurinn er litríkur og auðveldur í notkun og er frábær kennslu- og æfingabúnaður fyrir byrjendur og lengra komna á öllum aldri. Með SNAG fá kylfingar tækifæri til að læra og æfa sig með öðrum, en um leið að þróa hæfileika, getu og skilning á þeim hraða sem hverjum og einum hentar.
Áhugaverð og skemmtileg nýjung í golfkennslu
"Mörg barna- og byrjendanámskeið voru haldin í sumar. SNAG - starting new at golf - er nýjung í golfkennslu sem kennarar okkar tóku upp á námskeiðunum. Þar er á ferðinni afar áhugaverð og skemmtileg nálgun til að kynna golfíþróttina fyrir byrjendum og auðvelda þeim að ná tökum á henni. Áhugavert verður að fylgjast með hvort þessar aðferðir áorki að skila fleirum ungum og hæfileikaríkum kylfingum í okkar raðir á næstu árum". Ársskýrsla Golfklúbbsins Odds 2013, bls. 6-7.
Snag-golf í Vættaskóla
Í unglingadeild Vættaskóla er SNAG golf ein af mörgum valgreinum sem í boði eru. SNAG er skammstöfun og stendur fyrir Starting New at Golf. Þetta er kennslukerfi sem henta einstaklingum á öllum aldri. SNAG er öðruvísi nálgun á undirstöðuatriðum golfsins og hefur verið í stöðugri þróun í 10 ár. En það er stutt síðan að íþróttin kom til Íslands og er óðum að festa sig í sessi.
Úthlutað úr Minningasjóði Harðar Barðdal í fyrsta sinn
Á miðvikudag var úthlutað í fyrsta sinn úr Minningarsjóði Harðar Barðdal. Höfður var frumkvöðull og afreksíþróttamaður úr röðum fatlaðra. Markmið minningarsjóðsins er að halda á lofti þeim kyndli er Hörður tendraði með starfi sínu í þágu fatlaðra íþróttamanna almennt og í þágu fatlaðra kylfinga sérstaklega. Var það einlægur ásetningur hans að hvetja fatlaða til golfæfinga og að auka aðgengi og áhuga þeirra á golfíþróttinni.
Golfsamtök fatlaðra, GSFÍ, hlaut fyrstu úthlutun úr sjóðnum og fengu samtökin SNAG golfbúnað. Það er æfingabúnaður sem auðveldar bæði fötluðum sem ófötluðum að tileinka sér golftæknina á sem auðveldastan hátt.
GSFÍ hefur haldið úti æfingum fyrir fatlaða á undanförnum árum, en Hörður Barðdal var einmitt einn af stofnendum samtakanna á sínum tíma. Jóhann Hjaltason golfkennari hefur haldið utan um æfingar GSFÍ sem að mestu hafa farið fram hér í Hafnarfirði í æfingaaðstöðu Golfklúbbsins Keilis.
SNAG hentar fyrir bæði fatlaða og ófatlaða
SNAG (sem útleggst, Starting new at Golf) er frábært kennslukerfi sem ætlað er fólki á öllum aldri og hvaða getustigi sem er. Kerfið hentar báðum kynjum, börnum, fullorðnum og öldruðum. SNAG kerfið hentar einnig vel til að kenna fötluðum einstaklingum.
SNAG má setja upp hvort heldur er úti eða inni. Kennslan er þess vegna ekki bundin golfvelli eða æfingasvæði því nota má SNAG þar sem aðstæður leyfa hverju sinni.
SNAG snýst um að hafa gaman á meðan verið er að læra grundvallaratriðin í golfi. Hugtökin sem notuð eru í SNAG skapa skýrar myndir í huga nemandans og stuðla þannig að auknum skilningi hans á golfleiknum.
Stefnt að því að styrkja fleiri verkefni
Hugmyndin að stofnun sjóðsins kviknaði hjá dætrum Harðar, Jóhönnu, Sesselju og Fanney, sumarið 2010, tæplega ári eftir lát föður þeirra. Sjóðurinn var síðan stofnaður um mitt ár 2011 og hófst þá söfnun í sjóðinn sem ætlaður er að til að styðja við starfsemi fatlaðra kylfinga og verkefni sem þeir taka þátt í.
Sjóðurinn stefnir að því að styrkja mismunandi verkefni, hvort heldur er einstaklinga, þjálfara eða verkefni tengd útbreiðslumálum á landsvísu, að því gefnu að þau verkefni samræmist reglum sjóðsins að öðru leyti.
Miura kylfur
Stöðug leit að hinni fullkomnu kylfu hefur fært heiminum meira en 10 vörulínur af Miura kylfum. Þegar kylfingar sjá og halda á Miura kylfu í fyrsta sinn verður til ÁST við fyrstu sýn. Þegar reynt er að skilgreina tilfinninguna eru engin orð til að lýsa þeirri fullkomnu gleði sem hríslast um líkamann við að sveifla Miura kylfu, það er eitthvað sem maður verður að UPPLIFA.