SNAG er auðveld og fljótleg leið til að læra að spila golf og skemmta sér

Hér eru upplýsingar um SNAG golf, SNAG áhöldin og hvernig á að nota þau.

Helsti kosturinn við SNAG golf er að það geta allir spilað það hvar sem er bæði inni og úti; í íþróttasal, í garðinum, á leikvellinum, úti á túni, uppi í sveit.


Í SNAG golfi eru kylfuhausarnir stærri og boltarnir stærri og mýkri. Það þýðir að golfnámið og golfspilið verður auðveldara og öruggara. Leikmenn geta búið til sinn eiginn leik, eigin golfbrautir og golfþrautir með því að nota breytileg skotmörk á mismunandi hátt.

Reyndir kylfingar munu njóta þess að spila uppáhaldsleikinn sinn í SNAG golfi og þeir sem hafa aldrei haldið á golfkylfu munu sjá að SNAG er góð leið til að byrja.

Öll fjölskyldan getur skemmt sér vel í SNAG golfi.