SeeMore Putter Institute (SPi) sérhæfir sig í að hanna og framleiða púttera. Auk þess að framleiða púttera hafa þeir hannað einfalt og traust kennslukerfi til að bæta púttin. Þessir pútterar og kennslukerfið hafa algerlega slegið í gegn hjá kylfingum víðsvegar um heiminn.
Pútterarnir eru mismunandi að gerð og lögun en eiga það sameiginlegt að hafa allir leiðbeinandi rauðan punkt til að hjálpa kylfingum að ná hlutlausri uppstillingu og hlutlausum bogadregnum ferli. Þetta kallar SeeMore fyrirtækið RifleScope Technology (RST).