Í leikmannapakkanum eru tvær kylfur; þeytari og rúllari, þeytipallur, 6 SNAG boltar, festistöng og SNAG burðarpoki.

Leikmannapakkinn er hentugur til að hafa allt SNAG dótið á sínum stað og er hægt að bera áhöldin í á meðan spilað er. SNAG pokinn passar utan um kylfurnar tvær eins og venjulegur golfpoki og fer annar búnaður í vasa og festingar sem eru á pokanum.